Saumaskapur - myndaskapur
Heima hjá mér sitja 20 óþreyjufull handklæði og bíða þess að fá að verða saumuð!! Og þau voru að stinga upp á að við myndum sauma þau á miðvikudaginn 1.feb þar sem við erum ekkert í skólanum þann daginn. Hverjar komast þá og hverjar ekki???
Svo er einn brandari hér með sérstaklega til þeirra sem eiga ljóshærða menn;)
Þrír karlar sátu saman yfir glasi. Þeir fóru að ræða um eiginkonur sínar. Fyrst segir sá dökkhærði - konan mín er svo undarleg, það var nautakjötsútsala í Hagkaup um daginn og hún keypti 50 kg af kjöti og við sem eigum ekki einu sinni frystikistu. Nú liggur allt þetta kjöt í þvottahúsinu og við komumst örugglega ekki yfir að éta það áður en það skemmist. Þá segir sá rauðhærði - konan mín er svo klikkuð, það var útsala á notuðum bílum um daginn og hún keypti sér Toyotu og hún er ekki einu sinni með bílpróf. Nú stendur bíllinn bara framan við húsið okkar óhreyfður. Þá var ljóshærði karlinn farinn að veltast um af hlátri og segir við félaga sína - ykkur finnst konurnar ykkar ekki gáfulegar, þið ættuð þá að vita hvernig mín er. Hún er úti á Grikklandi með saumaklúbbnum sínum, ha,ha, ha, og hvað haldið þið að hún hafi tekið með sér, ha, ha, ha. Hún tók með sér 50 pakka af smokkum og hún sem er ekki einu sinni með typpi.
Hilsen - HildurÆ
Svo er einn brandari hér með sérstaklega til þeirra sem eiga ljóshærða menn;)
Þrír karlar sátu saman yfir glasi. Þeir fóru að ræða um eiginkonur sínar. Fyrst segir sá dökkhærði - konan mín er svo undarleg, það var nautakjötsútsala í Hagkaup um daginn og hún keypti 50 kg af kjöti og við sem eigum ekki einu sinni frystikistu. Nú liggur allt þetta kjöt í þvottahúsinu og við komumst örugglega ekki yfir að éta það áður en það skemmist. Þá segir sá rauðhærði - konan mín er svo klikkuð, það var útsala á notuðum bílum um daginn og hún keypti sér Toyotu og hún er ekki einu sinni með bílpróf. Nú stendur bíllinn bara framan við húsið okkar óhreyfður. Þá var ljóshærði karlinn farinn að veltast um af hlátri og segir við félaga sína - ykkur finnst konurnar ykkar ekki gáfulegar, þið ættuð þá að vita hvernig mín er. Hún er úti á Grikklandi með saumaklúbbnum sínum, ha,ha, ha, og hvað haldið þið að hún hafi tekið með sér, ha, ha, ha. Hún tók með sér 50 pakka af smokkum og hún sem er ekki einu sinni með typpi.
Hilsen - HildurÆ
5 Comments:
At 3:08 e.h.,
Steinunn said…
Geggjað góður brandari, bjargaði alveg skemmtilegum tíma !
- Ég býst við að mæta, enda ekki á hverjum degi sem maður sér óþreyjufull handklæði, ég hugsa að það verði skemmtileg sjón :D
At 9:07 f.h.,
Fru_Gulla said…
haha góður!
ég mæti, pant fá að halda áfram að skemmta steinunni meðan á saumaskap stendur
At 9:11 f.h.,
Oddný said…
he he he .... hressandi svona í morgunsárið :)
Mæti í saumaskap, samt spurning hvað ég sauma mikið, er ekki mín sterkasta hlið ;)
At 5:50 e.h.,
Steinunn said…
Kem bara ef Gulla mætir með skemmtiatriði :D
At 5:57 e.h.,
Nafnlaus said…
Ég mæti líka í saumaskapinn ! En segi eins og Oddný, veit ekki hversu mikla saumahæfileika ég hef. Ég get þá allavega sagt ykkur brandara úr Kalla á þakinu :)
Skrifa ummæli
<< Home