Iðjur rúla

Við erum iðjur á þriðja ári og erum frábærar !

laugardagur, desember 24, 2005

Samanhristingur!!!

Hæ hæ.

Við Dagný höfum tekið þá ákvörðun að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið og bókað sumarhús hér eigi langt frá höfuðstöð norðursins, þ.e. Akureyri.

Þetta mun víst vera föstudagurinn 20. janúar og er hugmyndin að dvelja þarna yfir nótt. Nú, fyrir þær sem eru myrkfælar, þá er svefnloft til staðar þar sem sofið er í hóp og þ.a. l. létt að veita áfalla-streitu-hjálp, en fyrir hinar sem hrjóta mikið og þjást af öðrum búkhljóðum, eru svítur í boði.

Þetta verður heljar stuð, með mat og drykk að eigin vali, en þær sem stunda einhvern hljóðfæraslátt komast ekki undan að mæta á staðinn. (Hér er hvíslað að Daðey geti bæði sungið og spilað) Daðey, þú mætir - engin afsökun tekin til greina núna, við þurfum á þér að halda og hana nú!!!

Kostnaður er í algjöru lágmarki en því fleiri sem mæta því ódýrara.
Svo koma nú stelpur, sýnum samstöðu og mætum ALLAR (eða hálfar!).

Nánari upplýsingar verða veittar þegar við hittumst í byrjun annar, en best væri ef þið skilduð eftir komment á síðunni, hvort þið mætið eða ekki.

Og að lokum, við erum frábærar og bestar. Gott að vita að allar hafi náð prófunum hingað til og til hamingju Tinna með Líffærafræðina - þetta var glæsilegt hjá þér :)

GLEÐILEG JÓL ALLAR SAMAN OG TAKK FYRIRI ÁRIÐ SEM ER AÐ LÍÐA.
Jólakveðja,
MAGNA

14 Comments:

 • At 3:17 e.h., Blogger Fru_Gulla said…

  Frábært framtak hjá ykkur,nú er bara að standa saman og mæta allar! Ég skrái hérmeð þátttöku mína og bóka frí í vinnunni :) Gleðileg jól allar saman og hafið það sem allra best.

   
 • At 2:11 e.h., Blogger Hildur Ævars said…

  glæsilegt stúlkur, líst svo vel á þetta!! ég mæti og fer strax í það mál að redda pössun.....
  hlakka til að sjá ykkur

   
 • At 8:37 e.h., Blogger Oddný said…

  ég verð fyrir norðan þessa helgi og mæti :) Gleðileg jól!!!

   
 • At 1:28 f.h., Blogger Sólrún Ásta said…

  Úppsí...var búin að plana þessa helgi með löngum fyrirvara og verð á suðurhluta landsins...get því miður ekki verið á tveimur stöðum í einu!! Er alveg pottþétt að þetta sé "the" helgi?? (er engin önnur sem kemur til greina...?)

   
 • At 2:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Jahá...það er ekkert annað! Ekki veit ég hvaðan Magna hefur þessar upplýsingar...

  Ætli það sé þá ekki best að ég dusti rykið af gítarnum og fari að rifja upp útilegulögin...spurning um að skella í eina söngbók og senda ykkur, þá geta allar prentað út og haft með sér :)

  Gleðilega hátíð allar og þakkir fyrir liðið :) Kv. Daðey

   
 • At 7:22 e.h., Blogger Steinunn said…

  Hó hó hó gleðilega hátíð
  Frábært framtak og stefni ég á að dreifa gleði gleði um bústaðinn.
  Hafið það gott og gleðilegt ár og takk fyrir gömlu :D

   
 • At 3:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ég mæti, búin að taka helgina frá

   
 • At 3:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  já btw ég heiti Hildur A

   
 • At 6:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hæ skvísur, mér skilst að maður verði að tilkynna sig í ferðina á þessari síðu og geri það hér með.Mér líst þrælvel á þetta framtak og hlakka til.
  kveðja,
  Sólveig

   
 • At 2:47 e.h., Blogger Daðey said…

  Sorry to tell you this...en ég er að fara á sýninguna hans Audda föstudaginn 20.jan. Hún er kl 8 um kvöldið og ég veit ekki hvenær hún er búin...sé til með að kíkja eftir hana...
  Kv. Daðey

   
 • At 9:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ég hélt að ég gæti ekki komið því að það var planað Húsó-reunion þessa helgi fyrir sunnan en svo var ég að komast að því að það er helgina 13.-15.jan þannig að ég reikna með því að komast :)

   
 • At 9:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Þetta fór aðeins of snemma, Tinnfríður heiti ég!

   
 • At 10:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ég held það nú að maður mæti fír og flamme !!!!!!! Það verður náttúrulega mesta stuðið hjá okkur í heita pottinum og gufunni. En ég treysti þá á að "Sylvía Nótt" mæti, þá skal ég vera Absolutely Fabulous !
  Oh, blimey, sweety darling

  Stína (sem að er orðin eins og harðasti sjómaður í drykkjunni eftir jólafríið ;-)

   
 • At 9:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Sylvia nótt mætir á staðinn... skiluru... ógeslega töff!!! ;)

  er stundum þekkt sem Fanney...

   

Skrifa ummæli

<< Home