Iðjur rúla

Við erum iðjur á þriðja ári og erum frábærar !

miðvikudagur, desember 07, 2005

Enn eitt jólalagið

Þetta lag er ég búin að spila mikið, svo mikið reyndar að sonur minn er farinn að raula þetta í tíma og ótíma!! Hlustaði mikið á þetta í fyrra, ennþá jafngott;)
KÓSÍHEIT PAR EXELANS
Gibb / Fannsker / Sandeman

Afsakaðu allan þennan reyk inni,
ég var barað líta til með steikinni.
Hún er meir og mjúk - hún er eins og hugur manns.

Loksins ertu kominn hingað á minn fund;
finn svo gjörla - þetter töfrastund.
Úti vindur og fjúk - kósíheit par exelans.

Smakka sósuna - því mér finnst hún í það þynnsta.
Hún þarf korter enn - í það allra minnsta.
Og við setjumst að borðum - ha-ha.
Já við setjumst og borðum - ha-ha.

Réttu rauðkálið, grænu baunirnar
Viltu kartöflur, sykurbrúnaðar?
Hvernig smakkast svo? - Þetter yndislegt.
Jahá, en mest er þó gaman - ha-ha
að við skulum vera saman - ha-ha.

Góða veislu má ei skorta eftirrétt.
Eitthvað sem er saðsamt, en um leið svo létt.
Fáðér rúsínubrauð
-nær algerlega fitusnauð.

Allir þurfa jú að passa línurnar.
Viljum ekki enda eins og svín - er það?
Fokkitt - skítt með það - fáum okkur ögn meiri rjóma.

Viltu sérrítár? Eða kamparí í órans?
Æ, manstu vikuna okkar í Flórens?
Er við drukkum það saman - ha-ha.
Æ, hvað það var nú gaman - ha-ha.

Smökkum sörurnar, mömmukökurnar,
makkarónurnar - eplabökurnar.
Hvernig smakkast svo? Þetter dásamlegt!
Jahá, en mest er þó gaman - ha-ha
að við skulum vera saman - ha-ha.

Meira laufabrauð? Eða marensfrauð?
Hvar er konfektið? Er það upp urið?
Hvernig smakkast svo? Þetter æðislegt!
Jahá, en mest er þó gaman - ha-ha
að við skulum vera saman - ha-ha.

Hvar er beilísið? Hvar er sjampeinið?
Bættu toffíí æriskoffíið!Hvernig smakkast svo? Þetter unaðslegt.
Jahá, en mest er þó gaman - ha-hah
að við skulum vera saman - ha-hah.
vessogú!!
kv. hæ

7 Comments:

 • At 6:47 e.h., Blogger Oddný said…

  Já þessi lög gleðja mann sko !! Keep on the good work Hildur,, það er að skemmta okkur hinum :)
  Gangi ykkur svo öllum vel að læra! Þetta styttist...
  Ble, Oddný

   
 • At 12:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Þetta eru hrikalega fyndin lög, fór inn á baggalútinn í gær og hlustaði á öll jóla- og aðventulögin þeirra frá því 2001 :)

   
 • At 12:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Já og síðasta komment var í boði Tinnu...

   
 • At 10:25 e.h., Blogger Oddný said…

  það þarf svo lítið til að gleðja mig þessa dagana... hlusta bara á nokkur baggalútslög :)

   
 • At 12:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Jæja iðjur!! Á ekki að mæta í próflokapartýin á föstudaginn?????
  Kveðjur, Soffía hjúkka:)

   
 • At 4:22 e.h., Blogger Hildur Ævars said…

  hmm.... nú kemur mar bara alveg af fjöllum!! próflokadjamm hljómar ossa vel!! hvað segið þið bekkjarsystur mínar um það?

   
 • At 4:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  eitthvað til að hlakka til.. Próflokadjamm á föstudaginn í boði Eirar kíkið á Eirarsíðunna and tjekk this out.. við verðum nú að standa saman og sína hinum að 3 árið er einfaldlega skemmtilegasta árið....
  gangi ykkur vel í próflestrinum
  kv. pálína Hjúkka

   

Skrifa ummæli

<< Home