Iðjur rúla

Við erum iðjur á þriðja ári og erum frábærar !

föstudagur, september 30, 2005

smá pæling

.............já mér leiðist!!

Afkvæmið lítur dagsins ljós og foreldrar, vinir og vandamenn eru himinlifandi, það er að segja svona í flestum tilfellum. En tíminn líður og að því kemur að gefa þarf barninu nafn, en þá vandast málið.Móðirin vill láta barnið heita t.d. Guðmund, en faðirinn Jón. Ömmur og afar ætlast til að barnið verði skírt eftir sér og foreldrarnir verða andvaka þegar líður að því að barnið skuli skírt.Sem betur fer er mjög hagkvæm lausn á þessum vanda, en þar sem tiltölulega fáir foreldrar hafa komið auga á hana vil ég nú gera þessu máli dálítið nánari skil. Lausnin er sú að gera eitt nafn úr tveim eða fleiri nöfnum afa eða ömmu, eða þeirra forfeðra og ættingja sem bráðnauðsynlegt er að láta heita eftir.Ef barnið er drengur er hagkvæmt að láta hann heita eftir báðum öfunum. Svo heppilega vill til að meiri hluti íslenskra nafna eru samsett úr tveimur orðum: forskeyti og venjulegu nafni svo sem Ás-geir, Þor-kell, Guð-finnur o.s.frv.Í ljós kemur að þetta er mjög hreyfanlegt og má fá margar útgáfur, eins og t.d. Guð-geir, Ás-kell, Þor-finnur o.s.frv.
Og nú skal taka nokkur dæmi:
Afi 1 heitir: Sturlaugur. Afi 2 heitir: Starkaður. Barnið er skírt: Sturlaður
Skammkell ---------------- Eilífur -------------------Skammlífur
Ísleifur --------------------- Sigurbjörn --------------Ísbjörn
Þjóðólfur ------------------ Konráð ----------------- Þjóðráð
Andrés-------------------- Eiríkur ------------------ Andríkur
Albert--------------------- Ársæll ------------------ Alsæll
Viðar---------------------- Jörundur --------------- Viðundur
Hringur------------------ Guttormur ---------------Hringormur
Stórólfur---------------- Friðþjófur ----------------Stórþjófur

Nú, svo eru ýmsir möguleikar að slá ömmu- og afanöfnum saman:
Amman heitir: Kolfinna. Afinn heitir: Dagbjartur. Barnið er skírt: Kolbjartur
Vilborg ---------------- Þórhallur --------------Vilhallur
Málfríður------------- Sigfús -------------------Málfús

Afinn heitir: Hákon. Amman heitir: Margrét. Barnið er skírt: Hágrét
Haraldur ------------------- Monika -----------------Harmonika
Kormákur ------------------- Albertína --------------Kortína

nei bara svona pæling........
Luv to yah'll

miðvikudagur, september 28, 2005

Saga sögð af konu á besta aldri:
STELPUKVÖLD!!!Eitt kvöldið var mér boðið út. Og sko BARA með stelpunum.
Ég sagði manninum mínum að ég yrði komin heim um miðnættið. "Ég lofa því!"
Jæja, tíminn leið og það var mikið drukkið af kampavíni. Um 3 leytið um nóttina var ég orðin pöddufull, og ég ákvað að drífa mig heim.
Um leið og ég gekk inn fyrir dyrnar byrjaði Gauksklukkan okkar að slá (gala), og galaði 3 "kú-kú".
Þegar ég heyrði það þá reiknaði ég með að hannmyndi vakna, svo að ég "kú-kú- aði" (galaði) 9 sinnum til viðbótar.
Ég var ótrúlega stolt af sjálfri mér að hafa komið með þessa snilldarhugmynd, (alveg á perunni), til þess að sleppa við nöldur næsta dag.Daginn eftir spurði maðurinn mig hvenær ég hefði komið heim, og ég sagði honum að ég hefði komið klukkan 12, eins og samið var um. Hann virtist vera sáttur við það, og ég hugsaði:
"Hjúkk, ég komst upp með þetta"
En þá sagði hann, "Við þurfum að fá okkur nýja klukku". Þegar ég spurði hann hvers vegna, sagði hann:
"Sko, í gærkvöldi galaði klukkan þrisvar, sagði síðan, "SJITT", galaði fjórum sinnum til viðbótar, ræskti sig, galaði aftur þrisvar, flissaði, galaði tvisvar sinnum enn, og datt síðan um hundinn og PRUMPAÐI!!!!!!

mánudagur, september 19, 2005

Partý partý...

Þó ég sé heima með kvef og hita þá er ég ekki alveg dauð úr öllum æðum...

Partý heima hjá mér á laugardaginn (26. sept)! Allir að mæta með góða skapið og auðvitað eitthvað til að væta kverkarnar þar sem SingStar verður á staðnum! Mæting bara upp úr hálf 9 og svo stefnan tekin á Jet Black Joe í Sjallanum...aight?

Ágætt ef þið mynduð láta vita hér eða í póst hvort þið ætlið að koma....

P.S. Steinunn...það er parket heima hjá mér svo ekki vera í svona flegnum bol aftur takk!!! ;)

þriðjudagur, september 13, 2005

Saumaskapur

Jæja stelpur!
Þá er komið að fjáröflun,, enn eina ferðina... við ætlum sko að verða ríkar þegar við förum í útskriftarferð:) Allavega, þá heyrðist mér að stefnan væri tekin á iðjuherbergið á föstudaginn næsta kl 12.00. Allir að mæta sem geta saumað, klippt eða gert snið. Og ef þið eruð með tíu þumalputta (eins og ég) er bara málið að mæta til að skemmta hinum!!
Chio, Oddný

miðvikudagur, september 07, 2005

Allt að gerast

Við vorum 7 sem mættum á aðalfundinn í kvöld, nánast helmingur og er það ekki bara ágætt. Hins vegar er ég ekki ánægð með mætingu annars ársins þar sem engin af því ári mætti. Dömurnar á því ári eru hér með komnar á svartan lista hjá mér og eins gott að þær nái að sjarma mann upp úr skónum á föstudaginn ;)

Nú stendur undirbúningur fyrir gleðina á föstudaginn sem hæst og vona ég að allar séu komnar með eitthvað bleikt til að klæðast eða hafa sem fylgihlut. Þetta lofar ekkert smá góðu og má búast við miklu stuði.
gleði gleði

mánudagur, september 05, 2005

Aðalfundur Eirar

Jæja þá fer að koma að því að nýtt fólk komi inn í stjórn Eirar og við gömlu stíga af stokki.
Aðalafundurinn okkar verður næstkomandi miðvikudag, 7. september. kl 20:00 í stofu L 201.
Dagskrá fundarins:
Farið yfir skýrslu fráfarandi nefndar
Reikningar lagðir fram
Á fundinum þurfum við að fara yfir lögin. Við í nefndinni viljum breyta nokkrum greinum. Endilega verið búnar að kynna ykkur lögin ( hér til hliðar) og ef þið viljið breyta einhverju látið okkur vita sem fyrst.
Kosning í Formann, ritara, gjaldkera, meðstjórnandi, tengiliður 1 árs iðjur og hjúkkur. Einnig þurfum við að fá 2 í skemmtinefnd, og 1 til að sitja inni á deildarfundum en það er til 2 ára.
Svo verða árgangarnir með skemmtiatriði og auðvitað veitingar í boðinu.
Vegna þess að heilbrigðisdeild er skipt í 2 brautir viljum við fá framboð frá báðum brautum. Því jafnt þarf að vera í stjórninni.