Iðjur rúla

Við erum iðjur á þriðja ári og erum frábærar !

þriðjudagur, maí 10, 2005

Verkefnin úr Iðju II

Hæ stelpur !
Ég sendi Gunnhildi mail varðandi verkefnin okkar og hér kemur svarið:

Sæl Dagný
Ég var að klára að lesa alla súpuna yfir og á eftir að reikna út heildareinkun fyrir allt dæmið. Geta einhverjar sótt verkefnin til mín?
(Altsvo heim til mín) Ef ég myndi ákveða einhvern tíma og senda svo rest norður. Ert þú til í að tékka á hvernig stelpunum líst á það?
Bestu kveðjur og gangi þér vel á morgun :0) Gunnhildur


Finnst okkur það ekki bara fínt ?????

Kv
Daynew

Til hamingju!

Jæja stelpur! Þá erum við hálfnaðar :)

Langaði bara að óska ykkur öllum til hamingju með að vera búnar í prófunum. Vúhú! Vona að meinafræðin sleppi bara hjá öllum, en annars er þá bara að taka það í tilraun 2 :) Reikna svo sem með að vera í þeim hóp ;)

Gangi ykkur svo bara vel í sumar og hafið það gott :) Það væri kannski ekkert svo galið að þið mynduð taka ykkur til og krota hér fyrir neðan hvað þið eruð að fara að gera, bara svona til að svala forvitninni og maður fái nú aðeins að fylgjast með ;)

Kveðja Daðey, sem verður by the way á Akureyri í sumar, að vinna í félagsstarfinu á Kjarnalundi :)

laugardagur, maí 07, 2005

Bréfið

Jæja...hérna er bréfið okkar eins og það var sent. Ég náði ekki að setja link á það þannig að það kæmi sem word skjal, þannig að ég kóperaði það bara og setti það hérna inn.

Akureyri 07. maí 2005

Kæri Þórarinn

Við undirritaðar viljum vekja athygli þína, sem umsjónarkennara meinafræði áfangans, á þeirri óánægju sem hefur gætt meðal nemenda eftir prófið sem lagt var fyrir þann fjórða maí. Við gerum athugasemd við nokkra hluti, annars vegar það að nemendur fengu ekki allir sömu upplýsingar varðandi prófið og hins vegar að alvarlegur tæknigalli átti sér stað í þriðja hluta prófsins, prófhluta Jónínu. Einnig viljum við benda á ósamræmi í uppsetningu prófsins og frágangi.


a) Jónína hafði minnst á það í tíma að hún hefði í huga að hafa krossaspurningar á sínum hluta prófsins þar sem réttir svarmöguleikar væru jafnvel fleiri en einn og að dregið yrði niður fyrir röng svör. Í prófareglum stendur að ekki megi draga niður fyrir röng svör ef svo er ekki tekið fram á prófinu sjálfu. Þetta er, hins vegar, ekki öllum nemendum kunnugt um og töldu því sumir að dregið yrði niður á meðan aðrir gerðu ráð fyrir að það yrði ekki gert. Nemendur á Akranesi höfðu samband við Jónínu þegar helmingur af próftímanum var liðinn og fengu þær upplýsingar að dregið yrði niður fyrir röng svör eins og hún hafði talað um í tíma. Nemendur höfðu þá stuttu seinna samband við skrifstofustjóra heilbrigðisdeildar og fengu þá þær upplýsingar að það yrði ekki dregið niður fyrir röng svör ef það stæði ekki á prófinu. Sömu upplýsingsar fengu örfáir nemendur hér á Akureyri sem náðu að bera þetta undir þig sem umsjónarkennara áfangans. Aðrir nemendur fengu ekki þessar upplýsingar. Kennarar voru lítið til staðar á meðan prófinu stóð og engin símanúmer tiltæk til þess að hringja í þá. Jónína sjálf kom ekki á prófastað fyrr en tæpur klukkutími var eftir af prófinu og voru flestir nemendur þá farnir. Hún minntist þá ekki á hvort dregið yrði frá fyrir röng svör eða ekki.

b) Í seinni part þess hluta prófsins sem Jónína sá um var, að okkar mati, alvarlegur tæknigalli. Spurningarnar í þessum hluta voru krossaspurningar þar sem ekki var tekið fram hversu margir réttir krossar væru í hverri spurningu. Mögulegt var því að rétt svar væru tveir krossar eða fleiri. Í slíkum spurningum er yfirleitt dregið niður fyrir röng svör þar sem að öðrum kosti er mögulegt að fá rétt fyrir spurninguna með því einfaldlega að merkja við alla möguleikana. Ekki stóð á prófinu að dregið væri niður fyrir röng svör og gátu þ.a.l. nemendur verið vissir um að fá rétt fyrir viðkomandi spurningu með því að merkja við alla möguleikana í spurningunum.

c) Við viljum að lokum benda á galla í uppsetningu prófsins. Prósentugildi spurninga komu hvergi fram, hvorki í krossaspurningum né skilgreiningaspurningum. Í prófareglum stendur að “ef próf skiptist í hluta skal hver prófhluti hafa fyrirsögn og gildi hans í heildarprófinu gefið í heilum prósentum. Gildi hverrar spurningar sem heilt prósent af prófinu í heild skal gefið”. Auk þess vantaði blaðsíðutöl á prófið og miklu ósamræmis gætti á íslenskum og enskum heitum þar sem stundum komu fram íslensk, stundum ensk og stundum bæði íslensk og ensk heiti. Þetta þótti nemum ruglingslegt.


Við vonumst til að athugasemdir okkar verði teknar til greina.
Virðingarfyllst,
2. bekkur í Iðjuþjálfun:

Daðey Arnborg Sigþórsdóttir, 170383-5329
Dagný Hauksdóttir, 300178-5539
Eyrún Ásvaldsdóttir, 231174-3549
Fanney Ída Júlíusdóttir, 240480-5149
Gabriela Morales, 040465-4729
Guðlaug Andrésdóttir, 010783-4109
Hildur Andrjesdóttir, 220783-4139
Hildur Ævarsdóttir, 070279-4369
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, 071281-2999
Lilja Möller, 030769-3259
Magnfríður S. Sigurðardóttir, 230859-3889
Marzenna Cybulska, 241178-2269
Oddný Hróbjartsdóttir, 080682-5309
Sólrún Ásta Haraldsdóttir, 150382-4329
Sólveig Gísladóttir, 030755-3759
Steinunn Bjarnarson, 201278-3259
Tinna Hrönn Smáradóttir, 100781-4929
Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir, 070377-5279

Kveðja, Sólrún.


Bréf útaf meinó

Var að senda ykkur bréfið sem ég var að malla við að gera í gær. vil endilega fá einhvað feedback frá ykkur. Hvort þið viljið breyta einhverju. Vantar svo ennþá kennitöluna frá Sólrúnu og Stínu.