Iðjur rúla

Við erum iðjur á þriðja ári og erum frábærar !

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Brunch at Lilja's place

já, ég tek mér bara það bessaleyfi (ekki það ég viti hvað bessaleyfi þýði!!) að auglýsa hér að Liljan okkar ætlar að hafa smá brunch heima hjá sér á föstudaginn kl.11. Held hún hafi sent öllum sms í dag, en ég skelli þessu bara svona inn hér til vonar og vara......... vantaði nefnilega annan titil en "tuð tuð tuð" en það er einmitt það sem ég ætlaði upphaflega að skella hér inn!! Það eru nefnilega hvorki meira né minna en 90.400 kr útistandandi hjá ykkur elskurnar sem þið eigið enn eftir að leggja inn á reikninginn okkar!! persónulega fyndist mér betra að hafa þetta inni á bankabók og fá vextina líka þangað þannig að ég hvet ykkur til að leggja þetta inn ef þið eruð búnar að selja teppin!! Nú ef þið eruð ekki búnar að selja þau þá er um að gera að fara að þvinga þessu á ættingjana eða labba í hús!!
Annað mál, ef óvenju vel stendur á fjárhagslega hjá ykkur (sem ég býst sterklega við svona í lok mánaðarins og í lok annarinnar;) þá er líka allt í lagi að leggja inn þessar mánaðalegu 500 kr. vorum að ræða nokkrar um daginn að hækka þetta upp í 1.000, spurning um að byrja bara á því í byrjun júlí þegar allar eru búnar að fá útborguð laun og alveg múraðar af peningum;) hvernig lýst ykkur á það?
Hlakka til að sjá ykkur allar á föstudaginn, það er skyldumæting og afsökun um próflestur ekki tekin gild, þetta verður bara stutt og næs(",)
Bestu tuðkveðjur, Hildur Æ

sunnudagur, apríl 24, 2005

Djammið góða

Takk fyrir seinast og hina bestu skemmtun, eða sá ég um að skemmta fólkinu ;) allavegana held ég barasta að það sé ekkert hollt að drekka, finnst að Hildur A ætti líka að fara að hugsa það ;Þ hehe
Vildi líka óska Fanney til hamingju með daginn
og að lokum mæli ég ekki með því að myndir frá kvöldinu verði birtar!

föstudagur, apríl 22, 2005

Vantar einhvern vinnu í sumar??

Hæ stelpur.
Það var hringt í mig áðan frá Landakotsspítala. Mér var boðin vinna þar í sumar sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa, en ég er komin með vinnu við það á Grund.
Ef einhver ykkar hefur áhuga, þá má hún endilega hafa samband við mig eða þá hringja í Rósu í síma 543-9841.
Endilega látið mig vita ef engin hefur áhuga, því vinkona mín er líka til í að vinna við þetta. Rósa sagði samt að það væri best ef það væri e-r sem er að læra, þannig að ég bauðst til að láta ykkur vita fyrst.

Sjáumst annars bara í kvöld í góðu geimi...

mánudagur, apríl 18, 2005

Partý partý

Jæja hvernig væri að halda smá hitting áður en prófin byrja og allir hverfa frá Akureyri. Planið er að hittast hjá mér á föstudag og hver veit nema dregið verður upp eitthvað spil til að fólki geti látið ljós sitt skína eins og með svarta sauðinn, þetta er til þín Gulla hehe. Gaman væri að sjá sem flesta en látið endilega vita hvort þið sjáið ykkur fært að koma eða ekki.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Norður á föstudag

sælar skvísur :)

jæja þá er þetta verknám víst á enda! Ætlaði bara að koma því á framfæri að ég er að fara norður föstudaginn, einhverntíman eftir hádegi ef það vantar einhverjum far.

mánudagur, apríl 04, 2005

Far norður á sunnudaginn

Jæja...ég vona að þið kíkið reglulega hingað inn eins og ég, þó að engin okkar hafi skrifað síðan Daðey skrifaði seinast fyrir milljón árum síðan...

Allavega...mig langaði að athuga hvort einhver ykkar væri á leiðinni norður fyrripartinn á sunnudaginn. Ég þarf að komast norður ekkert alltof seint því ég er að fara að syngja um kvöldið og æfingin er kl. 18. Ég er með mjög mikið dót og þyrfti þessvegna að borga yfirvigt ef ég myndi fljúga, en ef engin er að fara á þessum tíma, þá flýg ég að sjálfsögðu...
Er einhver ykkar að fara fyrir hádegi á sunnudaginn eða er viljug til að taka svolítið af dótinu mínu með sér þannig að flugvélin hrapi ekki??

Rosalega leið tíminn annars hratt meðan maður var í verknáminu. Þetta er bráðum að verða búið bara...úff...