Brunch at Lilja's place
já, ég tek mér bara það bessaleyfi (ekki það ég viti hvað bessaleyfi þýði!!) að auglýsa hér að Liljan okkar ætlar að hafa smá brunch heima hjá sér á föstudaginn kl.11. Held hún hafi sent öllum sms í dag, en ég skelli þessu bara svona inn hér til vonar og vara......... vantaði nefnilega annan titil en "tuð tuð tuð" en það er einmitt það sem ég ætlaði upphaflega að skella hér inn!! Það eru nefnilega hvorki meira né minna en 90.400 kr útistandandi hjá ykkur elskurnar sem þið eigið enn eftir að leggja inn á reikninginn okkar!! persónulega fyndist mér betra að hafa þetta inni á bankabók og fá vextina líka þangað þannig að ég hvet ykkur til að leggja þetta inn ef þið eruð búnar að selja teppin!! Nú ef þið eruð ekki búnar að selja þau þá er um að gera að fara að þvinga þessu á ættingjana eða labba í hús!!
Annað mál, ef óvenju vel stendur á fjárhagslega hjá ykkur (sem ég býst sterklega við svona í lok mánaðarins og í lok annarinnar;) þá er líka allt í lagi að leggja inn þessar mánaðalegu 500 kr. vorum að ræða nokkrar um daginn að hækka þetta upp í 1.000, spurning um að byrja bara á því í byrjun júlí þegar allar eru búnar að fá útborguð laun og alveg múraðar af peningum;) hvernig lýst ykkur á það?
Hlakka til að sjá ykkur allar á föstudaginn, það er skyldumæting og afsökun um próflestur ekki tekin gild, þetta verður bara stutt og næs(",)
Bestu tuðkveðjur, Hildur Æ
Annað mál, ef óvenju vel stendur á fjárhagslega hjá ykkur (sem ég býst sterklega við svona í lok mánaðarins og í lok annarinnar;) þá er líka allt í lagi að leggja inn þessar mánaðalegu 500 kr. vorum að ræða nokkrar um daginn að hækka þetta upp í 1.000, spurning um að byrja bara á því í byrjun júlí þegar allar eru búnar að fá útborguð laun og alveg múraðar af peningum;) hvernig lýst ykkur á það?
Hlakka til að sjá ykkur allar á föstudaginn, það er skyldumæting og afsökun um próflestur ekki tekin gild, þetta verður bara stutt og næs(",)
Bestu tuðkveðjur, Hildur Æ