Iðjur rúla

Við erum iðjur á þriðja ári og erum frábærar !

miðvikudagur, mars 16, 2005

Janus

Hæhæ allar.
Ég er í verknámi á Geðdeildinni á Hringbraut og segi ykkur kannski betur frá því seinna. Í tengslum við verknámið er ég að fara að skoða Geysi á morgun og Janus á föstudaginn. Þeir á Janus vilja endilega fá okkur sem flestar til að skoða svo að ef þið hafið áhuga þá verður tekið á móti okkur á föstudaginn 18. mars (núna á föstudaginn) klukkan 13:00.

Janus er í Vörðuskóla (við hliðina á Iðnskólanum) á Egilsgötu (liggur á milli Barónsstígs og Snorrabrautar). Það er hvergi gefið upp húsnúmer en þetta á að vera vel merkt og aðgengilegt. Það er kona sem heitir Unnur sem ætlar að taka á móti okkur og þetta er bókað á mínu nafni. Ég fer allavega alveg pottþétt...mæli með að þið kíkið líka.

Vona bara að við sjáumst sem flestar þarna :)
Kv. Daðey

laugardagur, mars 12, 2005

Verknám

Sælar dömur!
Jæja, þá er fyrstu vikunni í verknáminu lokið. Tíminn flýgur, allavega hjá mér! Er ekki búið að vera gaman hjá ykkur?Það væri rosa gaman ef þið mynduð kommenta eða skrifa færslu um hvernig vikan er búin að vera.
Ég er í Klúbbnum Geysi að vinna með fólki sem hefur átt við geðfötlun að stríða og vikan er búin að vera frábær. Það eru tveir iðjuþjálfar starfandi þarna (ein frá HA), einn þroskaþjálfi og einn bókmenntafræðingur og þau eru öll alveg frábær. Mitt starf felst aðallega í því að spjalla við félagana í Klúbbnum og mynda gott, faglegt samband við þá og virkja þá í hlutverkum sínum sem eru til dæmis að elda mat, ganga frá, vinna á tölvur og fleira. Svo sit ég fundi þar sem allir, bæði félagar og starfsmenn, spjalla saman og taka ákvarðanir í sambandi við daginn og annað tengt starfsemi Klúbbsins.
Vona að þið hafið það gott og hlakka til að heyra frá ykkur.
Bæó spæjó, Oddný

miðvikudagur, mars 02, 2005

Verklýsingarnar

Jæja, var að tala við Láru og við meigum senda henni verklýsingarnar okkar og hún ætlar að setja þær inn á WebCT. Aðeins auðveldara en að vera að senda þetta á meili okkar á milli...... Sendið þetta á larag@unak.is og skrifið í hausinn "verklýsingar" (sem titil póstsins) og skrifið svo í póstinn sjálfan nafnið á tómstundariðjunni og svo nafnið ykkar fyrir aftan (t.d. Mósaík - Hildur Æ).
Takk fyrir og góða nótt