Iðjur rúla

Við erum iðjur á þriðja ári og erum frábærar !

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

RVK um helgina??

Hæ. er einhver á leiðinni til reykjavíkur um helgina á bíl?
mig langar svo heim!! :) ef það er bíll þá er ég geim.
kv. Hrafnhildur

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Fjáröflun/túrban

Sælar allar, við getum keypt frotté í heildverslun í Kópavogi sem heitir LÍN. Metraverð er 1063 m.vaski og til hvítt, offwhite, ljósblátt, ljósbleikt, eplagrænt, orange, dökkgrænt. Breidd 150cm eða 160cm. 1 meter dugar í 4 handklæði. Síðan bætist skáband við sem við hljótum að geta keypt í heildsölunni en ég veit ekki verðið. Við getum giskað á að kostnaður sé ca 300-350 pr stykki. Hvað haldið þið að fólk sé tilbúið að borga fyrir þetta? Mér dettur í hug 800-1000.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Teppin komin í hús og farin í prentun

Allt að gerast, Gulla og Oddný fóru áðan að sækja teppin og skelltu þeim strax í prentunina (eða réttara sagt ísaumunina þar sem logoið verður saumað í). Þannig að nú er bara um að gera að spýta í lófana og fara að borga inn á reikninginn. Ég veit alveg að það er erfitt peningalega séð hjá fólki (nýbúið að fá Euro/Visa reikninginn eftir jólin og svona) en kommon, reynið að splæsa á ykkur 500 kr. pr mán til að við séum allar með og allar duglegar!! Þær allra duglegustu eru tuð-fríar fram yfir sumar!! Hér koma upplýsingarnar:

Reikningsnúmerið er 0302-13-700526 og kennitalan: 070279-4369

Við pöntuðum 100 stk af teppum þannig að það eru ca 5 á mann og verðið á þeim er 2.000 kr. Núna er bara málið að fara að bögga vini og ættingja og þvinga þessu upp á þau og svo panta fleiri teppi!! þetta verður ekkert mál;)

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Snyrtivörukynning

Jæja...bara að minna aftur á snyrtivörukynninguna góðu...
Hún verður haldin annað kvöld uppúr 8 að Vestursíðu 30 (heima hjá Sunnu), og við þurfum helst að vita það fyrir kl. 14 í dag (þriðjudag) hvort það séu 5 manns að fara að mæta eða 10 manns...við erum að fara að versla kl. 14:30 og viljum hafa nóg handa öllum.

Í boði á kynningunni er e-ð smá dekur, þ.e.a.s. það er hægt að velja um þrennt minnir mig: fótabað með tilheyrandi vörum, handsnyrtingu eða andlitsbað/maska. Það er allt saman innifalið ef þið mætið á kynninguna. Svo er dregið í lokin um vinning, og ef einhverja langar svo að halda kynningu sjálf, þá er dregið aukalega í sambandi við það minnir mig...

Það eru komnar nýjar förðunarvörur, mjög flottar...þær seljast eins og heitar lummur á kynningunum...endilega komið og kíkið...það sakar ekki að sleppa einu kvöldi í lærdómi þegar maður fær svona smá dekur og kynningu á flottum snyrtivörum...

Be there or be square!!

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Gleðin mikla

Jæja stelpur þá er þetta allt komið á hreint!
Mæting kl 18:00 til Steinunnar í pottapartý og verður buslað þar um stund svo er stefnt á að fara til Hildar A og Fanneyar og borða mat frá Pengs og spila e-r góð spil og hafa það gaman!
Eintóm gleði og hamingja og allir verða að mæta með 1100 Kr í peningum
Sjáumst hressar og kátar :)

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Snyrtivörukynning

Jæja stelpur...langar ykkur ekki að kynnast snyrtivörunum frá Volare??
Við Sunna ætlum að halda snyrtivörukynningu næsta miðvikudagskvöld, og þið eruð allar velkomnar þangað. Þetta eru mjög góðar snyrtivörur, og núna eru líka förðunarvörurnar komnar, sem eru víst æðislegar.

Endilega látið vita ef þið hafið áhuga og staðfestið á mánudag eða þriðjudag hvort þið komið, því við veðrum að hafa nóg af veitingum handa öllum ef margar ætla að mæta.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Ný partýnefnd tekin til starfa!

Jæja stelpur það er kominn tími til að hittast og kætast!
Þar sem þó nokkur verkefnavinna fer að skella á okkur er kannski ekki alveg gáfulegt að halda partý rétt áður en farið verður í vettvangsnám! En þá er um að gera að hrista hópinn saman áður en verkefnin byrja!
Takið frá mánudaginn 14. febrúar! Valentínusardagurinn
þá verður létt og skemmtilegt teiti og verður ekki alveg gefði upp strax hvað gera á, en stefnt er á að láta sér líða vel og borða svo góða mat :) en viljum við að sem flestir staðfesti þátttöku sína fyrir föstudaginn. Það vantar líka sjálfboðaliða sem er til í að hleypa okkur í húsið sitt til að borða saman.....
Einnig viljum við koma því að, að þetta sé hinn heppilegasti tími þar sem enginn skóli er á þriðjudeginum.
Takk fyrir

Nýjar myndir frá vínsyndaferð eru komnar inn- endilega skoðið og kommentið!

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

vísindaferð


ég rukka fyrir vísindaferðina í tímanum á eftir, IGÍ.
Það var sent bréf til allra nema um ferðina sem vakti furðu hjá sumum þannig að þetta var sett á fsha síðuna
....
Til að fyrirbyggja misskilning vill Eir minna á að heilbrigðisfræðinemar eru ekki á leiðinni á Bifröst heldur fara beint í bæinn á fimmtudeginum!!

Mæting upp í sólborg kl. 13 og brottför klukkan 13.30

:) Góða ferð

heví stuð