Iðjur rúla

Við erum iðjur á þriðja ári og erum frábærar !

föstudagur, janúar 28, 2005

SÖFNUN

Sælar!
Ég var að spá hvort við ættum ekki að fara að koma útskriftarferðarsöfnuninni almennilega í gang?? Væri örugglega sterkur leikur að reyna að selja eitthvað í vettvangsnáminu. Hvernig líst ykkur á flísteppin?? Ég kannaði á einum stað (í Sunnuhlíð) verð á merkingu og þar fengum við tilboð upp 680 kr per teppi. Það var þá með logo-inu okkar (hringjunum þrem) og "Iðja er máttur". Eða hvernig viljum við merkja teppin?? Væri gaman að heyra ykkar skoðun á þessu og hvað þið teljið raunhæft að selja mörg teppi.
Kveðja Oddný

Teiti

Sælar
Er ekki ball málið!? Allavegna er ykkur velkomið að kíkja heim til mín áður en skundað verður á ball :) sjáumst bara sem flestar og vel hressar!

fimmtudagur, janúar 27, 2005

HELGIN

Sælar dömur!
Það er bara svoo langt síðan ég hef tjáð mig eitthvað hér....
Hvað segiði, á að skella sér á Sálina um helgina?? Alltaf stuð þegar Sálin er annars vegar :)
Sjáumst vonandi sem flestar :)
Oover and out...

sunnudagur, janúar 23, 2005

Hvað var málið??

Af hverju beiluðu allar á því að fara á Papana í gær? Ég hélt ég myndi nú hitta ykkur flestar þar, en nei...vorum við Hildur Æ. ekki bara einu fulltrúar bekkjarins, að mér sýndist...hvað gerðist?? Fór snjórinn svona agalega með ykkur ;o)

sunnudagur, janúar 16, 2005

jæja......

....... hér kemur enn ein áminningin varðandi að BORGA INN Á REIKNINGINN OKKAR!! Nenni ekki að tuða neitt mikið, veit alveg hvað það er boring;)
En hér eru upplýsingarnar:
Reikningsnúmerið er 0302-13-700526
og kennitalan: 070279-4369........ og eins og þið vitið þá er upphæðin 500 kr
Verið nú duglegar elskurnar mínar og leggið inn!! Leiðinlegt hvað sumar eru duglegar við þetta en aðrar ekki:-/
Var svo að spá í að setja inn myndir frá gærkveldinu en eftir að hafa ritskoðað þær þá voru ekki margar eftir sem töldust sýnilegar þannig að ég sleppti þessu bara alveg!!!

miðvikudagur, janúar 12, 2005

los skíðos

Sælar dömur og gleðilega skólabyrjun, gleði gleði.
Er ekki stemning í því að skella sér á skíði eða bretti í fjallinu á föstudaginn. Það væri nú aldeilis magnað. Ég held að það opni klukkan 14.00, eigum við ekki bara að mæta þá. Það er hægt að fylgjast með opnuninni hér.
Það er bara um að gera að fjölmenna og anda að sér hreinu lofti í skemmtilegum hópi og upplifa flæði í leiðinni. Sýnum það að útivera er ofarlega hjá okkur ;)


mánudagur, janúar 10, 2005

partípartí

Jæja stelpur þá er skólinn bara byrjaður aftur. Í tilefni þess ætlum við að halda smá grímupartí næstu helgi fyrir þá sem eru til í smá stuð ; ) Endilega látið vita ef þið verðið með!!!

föstudagur, janúar 07, 2005

Fjáöflunin góða ?!

Jæja stelpur! Gleðilegt nýtt ár og allt það.
Hvernig er það, eigum við ekki að fara að henda hugmyndunum okkar í verk sem við vorum búnar að ákveða ? Líka tilvalinn tími þar sem það er ekki brjálað að vera í byrjun annar og auk þess ætti þetta ekki að taka langan tíma. Ég held að það sé málið að fara að spíta í lófana rifju upp nefndirnar góðu og halda fund.