Iðjur rúla

Við erum iðjur á þriðja ári og erum frábærar !

laugardagur, desember 25, 2004

Gleðileg Jól

Takk fyrir önnina stelpur. Vona að þið hafið það notalegt í jólafríinu.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Sjáumst hressar í janúar

þriðjudagur, desember 21, 2004

Lífsreglur - Stórir Steinar.

Dag einn var sérfræðingur í tímaskipulagningu að tala fyrir framan hóp viðskiptafræðinema. Til að koma meiningu sinni almennilega til skila, þá notaði hann sýnikennslu sem nemendurnir gleyma aldrei.Þar sem hann stóð fyrir framan þennan hóp af metnaðarfullu fólki, þá sagði hann:"Jæja, þá skulum við hafa próf."

Hann tók upp 5 lítra krukku með stóru víðu opi, og setti hana á borðið fyrir framan sig. Svo tók hann um það bil 10 hnefastóra steina og varfærnislega kom þeim fyrir í krukkunni, einn af einum.Þegar krukkan var full, og ekki hægt að koma fleiri steinum í hana, þá spurði hann:"Er krukkan full?"Allir í bekknum svöruðu: "Já.""Jæja?" sagði hann.

Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu með möl. Því næst sturtaði hann smá möl í krukkuna og hristi hana um leið sem orsakaði það að mölin komst niður í holrúmin á milli stóru steinanna. Svo spurði hann hópinn aftur:"Er krukkan full?"Í þetta sinn grunaði nemana hvað hann var að fara."Sennilega ekki," svaraði einn þeirra."Gott!" svaraði sérfræðingurinn.

Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu af sandi. Hann hellti úr henni í krukkuna og sandurinn rann í öll holrýmin sem eftir voru milli malarinnar og stóru steinanna.Enn spurði hann: "Er krukkan full?""NEI!" æptu nemendurnir.Aftur svaraði hann: "Gott!"

Hann tók því næst könnu af vatni og hellti í krukkuna þar til hún var alveg full.Svo leit hann á bekkinn og spurði:"Hver er tilgangur þessarrar sýnikennslu?"Einn uppveðraður nemandinn rétti upp höndina og sagði, "Tilgangurinn er að sýna, að það er sama hversu full dagskráin hjá þér er, ef þú virkilega reynir, þá geturðu alltaf bætt fleiri hlutum við!"

"Nei." Svaraði sérfræðingurinn. "Það er ekki það sem þetta snýst um.Sannleikurinn sem þetta dæmi kennir okkur er þessi: Ef þú setur ekki stóru steinana í fyrst, þá kemurðu þeim aldrei fyrir."

Hverjir eru 'stóru steinarnir' í þínu lífi? Börnin þín... Fólkið sem þú elskar... Menntunin þín... Draumarnir þínir... Verðugt málefni... Að kenna eða leiðbeina öðrum... Gera það sem þér þykir skemmtilegt... Tími fyrir sjálfa(n) þig... Heilsa þín... Maki þinn?

Mundu að setja STÓRU STEINANA í fyrst, eða þú munt aldrei koma þeim fyrir. Ef þú veltir þér upp úr litlu hlutunum (mölin, sandurinn, vatnið) þá fyllirðu líf þitt með litlum hlutum sem skipta í raun ekki máli og þú munt aldrei hafa þann tíma sem þú þarft til að eyða í stóru mikilvægu hlutina í þínu lífi (stóru steinarnir).Semsagt, í kvöld, eða í fyrramálið, þegar þú hugsar um þessa stuttu sögu, spurðu þig þá að þessarri spurningu:"Hverjir eru 'stóru steinarnir' í mínu lífi?"Settu þá svo fyrst í krukkuna.

Góð pæling :) Gleðilega hátíð allar saman :) Hafið það gott í fríinu og sjáumst hressar eftir áramót. Kveðja Daðey

föstudagur, desember 17, 2004

PRÓFLOK

JÆJA STELPUR MÍNAR...
..til HAMINGJU MEÐ PRÓFLOKIN:) Rosalega er það magnað að vera kominn í jólafrí eftir þessa allt of löngu próftörn !! Vonandi hefur ykkur öllum gengið vel og ég segi bara GLEÐILEG JÓL og sjáumst hressar í janúar!!
Jólaknús, Oddný

laugardagur, desember 11, 2004

Topp tíu ástæður fyrir því að fara nakin í vinnuna

1. Stjórinn er alltaf að öskra á þig, "I wanna see your butt in here by 8:00!"

2. Nýta sér geislunina af tölvuskjánum til að næla sér í sólbrúnku.

3. Frumleg aðferð til að ná athygli sæta gaursins á næsta bás.

4. Ég væri alveg til í að gefa smá peninga líka, en ég gleymdi veskinu mínu í buxunum.

5. Til að stöðva krípin á næstu deild í að horfa niður blússuna þína.

6. Þú vilt sjá hvort þetta sé eins og í draumum.

7. Fólk hættir að stela pennunum þínum eftir að hafa séð hvar þú geymir þá.

8. Þá tekur fólk ekki aftir því að þú ert líka drukkin í vinnunni.

9. Gefur "slæmur hárdagur" alveg nýja merkingu.

10. Enginn stelur stólnum þínum aftur.

fimmtudagur, desember 09, 2004

mótmælum innritunargjöldum

Hæ hæ. Í gær og í dag sendi FSHA út vefpóst á alla nemendur svo að þeir geti tekið þátt í mótmælum innritunargjalda. Um að gera að skoða það og taka svo þátt og senda bréfið á þingmenn. Svo er undirskriftarlisti á student.is um að gera að skrifa líka undir þar. Annars bara gangi öllum voða vel í lestrinum.

miðvikudagur, desember 08, 2004

Jólin eru að koma...

...og þá er gott að kíkja á þessa síðu og hækka í hátölurunum!!

Njótið vel og gangi ykkur nú vel að læra...við erum hálfnaðar!! Jeij!!

mánudagur, desember 06, 2004

Kynferðislegur kaloríumælir;)

Það er gott að hafa þetta í huga (bæði karlmannslausar stúlkur og þessar giftu) þó við séum kannki ekki endilega að pæla í einhverjum kaloríum núna........ hvað er aftur kaloría.... hmmm...

Kynferðislegur kaloríumælir!
Það hefur löngum verið þekkta að kynlíf er góð heilsdurækt, en þangað
til nýlega hafði enginn rannsakað á vísindalegum grundvelli hvernig brennslu
á kaloríum er háttað við þessar kringumstæður. Núna loks eru niðurstöður
komnar og eru þær eftir farandi:

Að fjarlæga fötin hennar:
Með samþykki hennar..............................12 Kal
Án samþykkis hennar..............................187 Kal

Að opna brjóstahaldarann:
Með báðum höndum...................................8 Kal
Með annari hendi......................................12 Kal
Með tönnunum..........................................85 Kal

Að setja á smokk:
Með standpínu............................................6 Kal
Án standpínu...........................................315 Kal

Forleikur:
Reyna að finna snípinn..................................8 Kal
Reyna að finna G-blettinn............................92 Kal

Stellingar:
Trúboða.....................................................12 Kal
69 liggjandi.................................................78 Kal
69 standandi.............................................112 Kal
Hjólbörur..................................................216 Kal
Aftan frá...................................................326 Kal
Hangandi í Ítalskri ljósakrónu.....................912 Kal

Fullnæging:
Ekta........................................................112 Kal
Uppgerð..................................................315 Kal

Eftir fullnægingu:
Liggja uppi rúmi í faðmlögum......................18 Kal
Standa strax upp........................................36 Kal
Útskýra afhverju þú stóðst strax upp.........816 Kal

Að fá standpínu fljótlega aftur (15 - 20 mín seinna):
20-29 ára................................................36 Kal
30-39 ára................................................80 Kal
40-49 ára..............................................124 Kal
50-59 ára..............................................972 Kal
60-69 ára.............................................2716 Kal
70+.......................Niðurstöðufjöldi ófullnægjandi

Að klæða sig á eftir:
Rólega.............................................................32 Kal
Hratt..............................................................98 Kal
Pabbi hennar bankandi ú hurðina..........1218 Kal
Konan þín bankandi á hurðina..............3521 Kal


Og svo verðið þið að kíkja á þessa síðu: http://www.rush.is og muna að hækka vel í hátölurum:)

Einmitt það sem þarf...

Ég held að við þurfum allar á smá svona að halda eftir þetta blessaða próf í dag...

http://www.cse.unsw.edu.au/~geoffo/humour/flattery.html

Einn góður fyrir prófið...

Hæ gellur!!

Ég var að fá þennan i maili núna áðan...

HRÓLFUR OG ERLA

Hrólfur og Erla voru vistmenn á geðsjúkrahúsi. Dag einn, er þau voru
á gangi við sundlaugina kastaði Hrólfur sér útí og sökk til botns.
Erla stakk sér útí laugina og bjargaði Hrólfi frá drukknun.


Þegar yfirlæknirinn frétti af björgunarafreki Erlu ákvað hann að útkrifa
hana af sjúkrahúsinu, þar sem hún væri greinilega búin að ná snerpu og
andlegu jafnvægi á ný.


Daginn eftir fór hann til fundar við Erlu til að boða henni fréttirnar
og sagði þá. Erla mín, ég hef bæði góðar og slæmar fréttir að færa þér!
Góða fréttin er að ég ætla að útskrifa þig af spítalanum þar sem þú
hefur sýnt merki um bata, sem sýnir sig í því að þú bjargaðir honum
Hrólfi frá drukknun. Slæma fréttin er hins vegar sú að hann Hrólfur er
dáinn. Karlgreyið hengdi sig í beltinu sínu í gærkvöldi eftir að þú
hafðir bjargað honum.?


Þá sagði Erla; Hrólfur hengdi sig ekki. Ég festi hann upp til þerris í
gærkvöldi. En hvenær má ég fara heim sagðirðu?


------------------------------------

Gangi ykkur öllum rosa vel í prófinu á eftir!!
Sólrún.

laugardagur, desember 04, 2004

Sparibaukurinn kallar!

hæ hæ, bara að minna á að borga í sjóðinn okkar. Gabriela, Lilja, Fanney, Hildur A og Tinna eru algjörlega tuð-fríar þennan mánuðinn en þið hinar........... tuð tuð tuð!!! Þá hafið þið það! En endilega skellið inn 500 kr áður en þið tapið ykkur í jólagjafainnkaupum eða seríuinnkaupum eða í einhverja aðra vitleysu!

Hér eru bankaupplýsingarnar:
Reikningsnúmerið er 0302-13-700526
og kennitalan: 070279-4369

Innistæðan er komin upp í 24.500 kr,

fimmtudagur, desember 02, 2004

Hjólastólasýning....

Hæ hæ, langaði bara að segja ykkur sem eruð alveg að mygla á próflestri og langar að kíkja á hjálpartækjakynningu sem er á KEA á morgun (föstudag) milli kl.10-14. þarna verða hjólastólar, baðhjálpartæki, göngugrindur og margt fleira til sýnis.......... og það þarf enginn að fá "samviskubit" yfir því að kíkja þangað því þetta er jú tengt náminu okkar;)
Jæja, sjáumst vonandi á sýningunni eða þá bara ferskar á mánudaginn!!

miðvikudagur, desember 01, 2004

Einn góður...

Ég held að okkur öllum veiti ekki af því að skella aðeins upp úr svona í miðjum prófalestri og þessvegna mæli ég með að þið kíkið á þetta :) Kveikið fyrst á hátölurunum :)

http://www.rodneycarrington.com/dearpenis.php

Ógissla fyndið ;)

Gangi ykkur svo bara sem allra allra best :)