Iðjur rúla

Við erum iðjur á þriðja ári og erum frábærar !

fimmtudagur, september 30, 2004

Fyrst við eigum nú að heita nemendur...

Svo það sé nú talað um eitthvað annað en djamm ;) Var bara að spá hvort að það væri laust pláss fyrir einn rass í einhvern hóp hjá ykkur fyrir rannsóknarverkefnið í HFÉ?

á morgun

Jæja dömur þá er sprellmótið ógurlega á morgun.
Er ekki stemmari fyrir mótinu, við verðum sem flestar að mæta svo að við getum tekið þetta reipitog og stuðningskeppnina. Því fleiri raddir því betra og því fleiri við því skemmtilegra. Þar sem við höfum svona frábært fólk frá okkur í hinum keppnunum eru þær eiginlega öruggar sko, er það ekki Hildur A. !!!
Til að hafa það á hreinu þá erum við með keppendur í eftirtöldum greinum:
Fuzzball: Oddný Ofurpæja, Tinna Tunta og Steinunn Stuðbolti.
Plastfilmuhlaup: Oddný Ofurpæja, Tinna Trunta og Hrafnhildur Heilari.
Skotahlaup: Hildur Hundur (a.k.a. Hildur Svoli) og Steinunn Stuðbolti. Nei það á ekki að hlaupa með skota í þessari grein.
Vona bara að við mætum sem flestar á morgun því að (kannast einhverjar við þetta):
Við djömmum allar til að þjappa okkur saman
Og á morgun verður svoooo hrikalega gaman

Síðan er frábær Hildur A.

miðvikudagur, september 29, 2004

Kíkið á Eirar síðuna!!!

Hildur A er að setja upp bloggsíðu fyrir Eir og hún er komin í loftið!! Húrra fyrir Hildi!!
Kíkið endilega á síðuna, hún er eir1.blogdrive.com
Hún er sem sagt í vinnslu en söngtextarnir okkar fyrir sprellmótið ættu að koma þangað bráðum þannig að þið getið nálgast þá þar til að prenta út og hafa með ykkur á föstudaginn.

eitt kisumyndband í viðbót

Ég varð að setja þessar kínversku kisur hérna inn líka...
Ýtið hér til að horfa á það...

Munið að kveikja á hátölurunum, annars er þetta ekki eins fyndið!

Logoið á síðuna

Jæja...tölvunördinn í mér lét aðeins sjá sig og ég skellti logoinu okkar hérna við hliðina...
Ég get reynt að stækka myndina þannig að hún fylli alveg út í svæðið þarna hægra megin, en þetta er bara svona til að byrja með...

Let me know what you think...

sprell- já takk

Við vorum nokkarar harðar sem mættum á upphitunarkveld í gærkveldi fyrir sprellmótið. Það var nú aldeilis stuð, mikið sungið, borðað, hlegið og trallað.
Búningarnir sem við verðum í á föstudaginn voru frumsýndir og eru þeir mjög flottir. Svo var líka raðað í keppnisgreinar og þar eigum við iðjur sko okkar fulltrúa sem eru ekki af verri endanum.
Ætla svo ekki allar að koma á sprellið á föstudaginn og hafa rosalega gaman, við verðum að halda heiðri okkar iðja uppi !

Skál í botn og restina í hárið

þriðjudagur, september 28, 2004

Sætar kisur

Fyrir svona kisusjúkt fólk eins og mig og fleiri(oh, mig langar svo í kisu núna eftir að ég sá myndirnar af Elvis hennar Tinnu...), þá ákvað ég að setja hérna þrjú rosa sæt kisumyndbönd inn...vona bara að það virki...

P.S. Kveikið á hátölurunum...það er miklu skemmtilegra...

Fyrst er það þessi sæti kettlingur sem er soooooldið sybbinn...

Smellið hér til að skoða það (vona að þetta virki hjá mér...

Svo er það þessi kettlingur sem heitir Mysingur, hann er voða mikil krúsídúlla þegar hann er að leika sér...

Smellið hér til að skoða það...

Að lokum eitt sem ég get hlegið endalaust að...

Smellið hér til að horfa á það...

Njótið vel...mjáááááá...

Það hlaut að koma að því

Ég er loksins komin inn jeiii

Betrum bætur

jæja stelpur ég er búin að redda hérna einum "vin" honum Finni sem ætlar að hjálpa okkur við að setja inn linka og gestabók á síðuna svo við sjáum hver er að skoða hana. Tek það samt skírt fram að annars erum við mjög sjálfstæðar og þurfum enga karlmenn!

Peysunefndin góða:-/

Já við erum öflugar í peysunefndinni (ég, Tinna og Stína), við vorum svo sniðugar að koma allri vinnunni yfir á Fanney!! En hún er búin að græja peysur frá Cintamani (svona eins og Oddný var í á fundinum) og hún fær sendar nokkrar peysur í mismunandi stærðum, litum og gerðum svo við getum mátað og ákveðið hvort þetta sé eitthvað sem við viljum. Á sama stað er hægt að láta sauma eitthvað logo í peysurnar fyrir okkur. Þær eru ódýrar og flottar en við í peysunefndinni (já, við erum enn starfandi!!) ætlum að kíkja líka á 66°N peysurnar, held að Regatta sé alveg dottið upp fyrir því að þær hafa ekki reynst mér allavega vel, verða soldið sjúskaðar fljótt.
Þannig að þetta er semsagt komið allt í gang og nú þurfið þið að pæla í merkingunum, hvaða combó (elska þetta orð;) við eigum að nota:

okkar logo
nafn
"iðjuþjálfun"
HA logo
"Háskólinn á Akureyri"
..........eða eitthvað annað

endilega látið ljós ykkar skína!!

VEI!

Rosa vesen en þetta hófst! Jibby

Yfirlýsing

Bara láta vita að ég er meðal vor!

Loksins....

Jæja konan er komin inn eftir mikil vandræði! Ég fékk alltaf "user name unavailable" og það var ekki fyrr en ég skrifaði "tinnahronnsmara" að ég komst inn! Hafiði heyrt það lengra? ;)

Nýir litir

Jæja...einu sinni enn...nýir litir á logoinu...algjörlega í stíl við bloggsíðuna okkar og soldið stelpulegra núna...ekki eins ólympíulegt.

LOKSINS!!!

Jibbý ****
Þetta tókst hjá okkur Steinunni, samvinna borgar sig alltaf ;)
Búin að sitja sveitt yfir þessu vandamáli að geta loggað mig inn á Iðjusíðuna - alltaf Error. En þegar við Steina lögðum heilana okkar saman þá MAGNAðist þetta upp og, sveimérþá, ef ekki sást "neisti" (varið ykkur) á milli okkar og þetta er afraksturinn.
En, eitt gott kom út úr þessu, ég setti upp litla síðu, mína eigin. Endilega kíkið á hana, kanski set ég inn ferðasöguna okkar Óla... nei, mar verður að hafa smá prívat... en slóðin er: http://magnaros.blogspot.com/
Sjáumst ;)
Magna.

hó hó hó

Ætla ekki allar að mæta í kveld á upphitun fyrir Sprellmótið. Hún er í kveld klukkan 20.00 í stofu L101. Það verða veitingar í boði ;)
Svo verðum við bara að fjölmenna á föstudaginn á Sprellmótið sjálft og hafa rosalega gaman, því við erum svo skemmtilegar.
Er það ekki !!!

Það er sem sagt rosalega gaman hjá okkur Mögnu núna í Heilsufélgasfræði. Geisp

mánudagur, september 27, 2004

smá breyting

Ég var að prófa að breyta logoinu aðeins...sorrý ef ég er að rugla ykkur alveg í ríminu...en það sem ég breytti var bara það að ég gerði hringina 100% rétta, þ.e. í wordinu þar sem tölvan setur þá rétt saman. Hitt var bara gert eftir auganu. Svo setti ég fjólubláan lit í staðinn fyrir bláan og breytti skriftinni fyrir neðan...

Endilega segið hvað ykkur finnst...hvort þið viljið hafa þetta einfalt eins og þetta var eða hvort þetta sé betra núna.


allt að gerast

Ég er sem sagt búin að senda öllum boð um að skrifa á síðuna, það er eitthvað klikk hjá sumum en hafið bara samband við mig ef þetta gengur ekki og ég sendi ykkur bara boðið aftur eða eitthvað.
Logoið er mjög flott !

Flott logo!!!

Mér finnst þetta logo rosa flott og sætt, verðum bara að ákveða hvað það á að vera stórt og svona á til dæmis flísteppunum. Svo er annað mál sem ég gleymdi að minnast á á "fundinum" en það er með merkingar á flíspeysunum, viljið þið hafa þetta logo og svo nafnið okkar eða þá að hafa logo HA efst - svo þar fyrir neðan iðjuþjálfun - og svo nafnið okkar undir því? Endlega pælið aðeins í þessu, og látið vita.
já og frábært framtak hjá þér steinunn að útbúa svona......;)

Logoið!!

Jæja gellur....þá er ég búin að föndra soldið og klára logoið okkar...ég vona að öllum líki það vel.

Walla!!


Bara prufa... ;o)

Bara svona að prófa kerfið...algjör snilld að vera komin með svona flott blogg!!

sælar

jæja dömur þá er bara að láta móðann mása hér á internetinu um það sem stundur hjarta ykkar næst, eða fjærst.

stuðkveðjur

sunnudagur, september 26, 2004

Prufa

Steinunn, þú ert snillingur að búa til þetta blogg !!
Er annars bara að prófa kerfið !
Síja.. Oddný